19.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í B-deild Alþingistíðinda. (2545)

Lausnarbeiðni varaforseta efri deildar

Ráðherra:

Út af því sem háttv. 5. kgk. sagði, vildi eg að eins taka það fram, að eg kannast ekki við, að eg hafi sagt nokkurt orð í þá átt, að konungkjörnir þingmenn ættu ekki að greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni. Hér er ekki um annað að ræða en tilhliðrun, undanþágu, sem ekki virðist geta brotið bág við neina sannfæring eða stjórnmálaskoðun.