13.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1083 í B-deild Alþingistíðinda. (2593)

Ráðherraskipti

Ráðherra (Björn Jónsson):

Eg leyfi mér að tilkynna hinni háttv. þingdeild, að Hans Hátign konunginum hefir þóknast 31. f. m. að veita fyrv. ráðherra Hannesi Hafstein lausn frá embætti með lögmætum eftirlaunum; og þar næst að skipa mig sama dag í embættið frá 1. þ. mán. Hvort skjalið um sig höfum við sjálfir undirskrifað með konungi, fyrirrennari minn lausn sína, og eg skipunarbréfið handa sjálfum mér. Það er nýbreytni, sem mun verða vel fagnað með þjóðinni, með því að eldri aðferðin, að danskur yfirráðgjafi undirskrifaði með konungi skipun Íslandsráðgjafa, þótti vera miður rétt eða lögmæt.