06.05.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1092 í B-deild Alþingistíðinda. (2613)

Kosningar

Forseti:

Eg hefi þegar kveðið upp úrskurðinn. Annars vita menn það, að hér eru 2 flokkar, sem kjósa, og að engum vafa er undirorpið, hvern átt er við á seðlunum. Þess má líka geta, að á mörgum seðlum minni hlutans stóð að eins Jón Jónsson í eða frá Múla, en þeir geta verið margir, sem það nafn hafa, svo að ástæðulaust er að gera rekistefnu út úr þessu.