28.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1997 í B-deild Alþingistíðinda. (2620)

Um skipun ransóknarnefndar

Ráðherrann (B. J.):

Mig langar til að segja fáein orð um málefni, sem ekki stendur á dagskránni.

Eg ætla að lýsa yfir því, að þessi stjórnarráðstöfun, sem gerð hefir verið til þess að ransaka hag landsbankans, stafar eingöngu af því, að eg taldi mér skylt, sem nýjum formanni bankastjórnarinnar, að láta yfirlíta hag og horfur bankans, og að það er gersamlega tilhæfulaust, að þetta sé framkomið í nokkrum saknæmlegum tilgangi.