02.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 519 í B-deild Alþingistíðinda. (2633)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Jens Pálsson:

Eg verð að halda því fast fram, að 7. gr. sé alveg sjálfstæð grein, þótt ekki byrji hún fyr en eg legg til í minni breyt.till. Það sem hér skiftir máli er það, hvort skógar og kjörr eru skemd með beit. 1. málsgr. 7. gr. er engin undirstaða undir síðari parti greinarinnar; það sér hver maður, að síðari hlutinn, sem eg vil láta standa eftir, er alveg sjálfstætt lagaboð, samsvarandi tilgangi laga þessara. Fyrri hluti greinarinnar er aftur á móti kraftlaus og gagnslaus, og á því að falla burt.