27.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 508 í B-deild Alþingistíðinda. (265)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Steingrímur Jónsson:

Það er eðlilegt, að lögin frá 1894 hafi orðið gagnslaus. Áhuginn fyrir skógrækt er nú fyrst að vakna, og er það gleðilegur árangur af bréfum skógræktarstjórans, að nú eru menn farnir að sinna þessu máli í verkinu. Á sýslufundi í Suður-Þingeyjarsýslu var samþykt, að hver hreppsnefnd skyldi halda fund um málið í sínum hreppi. Hreyfingin er holl og góð, og eg vil gera alt til þess að styðja hana.