15.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (2668)

Umræður um kjörbréfin

Valtýr Guðmundsson:

Eg þykist hafa rétt á að taka til máls þó að málið sé mér nokkuð skylt.

Eg skil ekki í þeirri tillögu að skipa nefnd í þetta mál, þar sem ? hluti þingsins hefir þegar fjallað um það og vill láta samþykkja það. Það er ekki líklegt að 5 manna nefnd hafi seinna betri gögn til rannsóknar.

Hins vegar liggur hér að eins fyrir lítil kæra, sem ekki er hægt að taka til greina, samkv. 4. gr. þingskapanna. Sú kæra, sem háttv. framsögumaður deildarinnar las upp, er ekki frá kjósanda í kjördæminu, heldur frá manni, sem er búsettur í Norður-Múlasýslu. Og úr því svo er, þá get eg ekki séð ástæður til að sinna henni eða vera að fresta málinu með því að setja það í nefnd.