24.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1489 í B-deild Alþingistíðinda. (2675)

96. mál, þjóðmenjasafn Íslands

Jón Sigurðsson:

Háttv. 1. þm. Rvk. (J. Þ.) byrjaði ræðu sína að því er mér skildist svo, að ekki ætti aðrir að tala um þetta mál, en lærðir fornfræðingar. Mér finst, að aðrir mættu hafa leyfi til að leggja orð í belg. Eg fæ ekki séð, hvers vegna fornmenjavörður þarf að loka safninu, þótt hann ferðist, hefir aldrei dottið það í hug. Sé ekki annað en að hann geti fengið mann í sinn stað. Álít að ekki sé brýn nauðsyn til þess að setja dýra menn á landssjóðinn, ef hægt er að komast hjá því. Verð að álíta, að hér sé hægt að spara, og að þetta geti beðið betri tíma, og réttara væri að veita féð til þess að það ekki kyrktist, sem ekki getur beðið.