27.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 511 í B-deild Alþingistíðinda. (268)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Jens Pálsson:

Háttv. þm. V.-Ísf. mintist á það, að vægileg orð væru hér höfð, þar sem ekki væri um sektir að ræða.

Eg er þar algerlega á annari skoðun.

Ef sannast skyldi á einhvern mann, að hann hefði ekki kostað kapps um, að framfylgja lagafyrirmælunum, þá ætti hann — samkvæmt 9. gr. laganna — að sæta sektum frá 5 til 100 kr. til landsjóðs. Eg álít því að 1. liður 7. greinar eigi fremur heima í leiðarvísi en í svona lögum.