02.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í B-deild Alþingistíðinda. (275)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Steingrímur Jónsson:

Eg er þakklátur nefndinni fyrir þessar breyt.till., því að þær koma heim við mína hugsun. Ef þær verða samþyktar, þá verða lögin ekki að eins pappírsgagn, heldur lög, sem gera verulegt gagn, þar sem þau verða einn eðlilegur liður til að koma skógræktinni á góðan rekspöl, og líka ná hinu takmarkinu, að girða fyrir uppblástur lands. Stjórnin annast betur skógmál þessa lands með því að setja skógarverði og kenna mönnum að fara með skógana, heldur er með því að gefa út ströng bannlög. Þetta frumv., eins og það kemur frá stjórninni, er líkara bannlögum, en lögum sem eiga að styðja skógarverði og skógræktarstjóra í starfi þeirra.

Hvað viðvíkur 1. gr., þá er það hlægilegt að banna mönnum að rífa upp feysknar birkirætur. og banna að rífa víði í túnum. Það er þess vegna réttara og á betur við hugsunina, að það sé. skotið inn: »án samþykkis skógarvarðar eða skógræktarstjóra«. Því að þá koma lögin heim við þá hugsun, sem liggur á bak við, að yfir höfuð sé bannað að rífa upp með rótum, en megi þó í einstaka tilfelli með vissum skilyrðum. Og eg get ekki séð, að þetta yrði erfitt í framkvæmdinni, þegar búið er ,að skipa svo og svo marga skógarverði. Auðvitað er mér það ekki kappsmál, að allar breyt.till. verði samþyktar, en þó tel eg breyttill. á þgskj. 67 b. og c. alveg nauðsynlegar. Verði þær ekki samþyktar, álít eg það sjálfsagt, að lögin gangi of nærri eignarrétti manna.

Það hagar svo til á mörgum ? mílum, að fjalldrapi eyðileggur annan gróður og víðir tún eða engi; ef bannað er að rífa þetta upp, þá er gengið of nærri persónulegu frelsi og krenktur eignarréttur og umráð yfir landinu. Eg finn þess vegna enga ástæðu til að setja þessi hörðu orð inn í frumv., en aftur á móti gefa stjórn skógræktarmálanna leyfi til að banna rif, þar sem má komast hjá því.

Eg er samdóma háttv. þm. Ísf., að hér væri ástæða til að una við samþyktarlögin frá 1894 og 1895. En ef við viljum ekki una við þau, þá má ekki setja of ströng ákvæði, sem ekki er hægt að lifa undir. Málið í heild sinni snertir mest Þingeyjarsýslu allra héraða á landinu, og get eg því talað af kunnugleika. Viðvíkjandi breyt.till. við 7. gr. skiftir það litlu, hvort þær verða samþyktar eða ekki, en eg tel að það sé ekki ástæða til að ákveða neytt tímatakmark, og álít að breyt.till. b. við 7. gr. beri að samþykkja, því að þegar jörð er auð, er ekki ástæða til að banna beit í skóg, heldur á frekar að fara eftir því, hvort snjór er á jörð eða ekki, því hættan er að eins að skógar verði nauðbeittir, þegar snjór er á jörð og klaki. Ef 1. málsgr. er haldið, er hægt að nota sektarákvæðin, ef það sannast að skemdir hljótast af beit.