23.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 525 í B-deild Alþingistíðinda. (280)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Steingrímur Jónsson:

Breytingar þær, sem Nd. hefir gjört á þessu frv., eru þannig lagaðar, að eg finn ástæðu til að vera henni þakklátur fyrir meðferð málsins; enda hefir hún samþykt samskonar breytingartillögur og eg hélt fram hér í deildinni áður við hina fyrri meðferð málsins. Eins og frumv. er nú orðið, álít eg það sanngjarnt, og í því er farið eftir þeim þörfum, sem eru á að greiða fyrir og efla skógrækt í landinu. En hefði það náð fram að ganga eins og það fór héðan úr deildinni, þá hefði það ekki verið mikið annað en pappírsgagn. Eg get því með ánægju greitt frumvarpinu þannig löguðu atkvæði mitt.