06.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 591 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

18. mál, borgaralegt hjónaband

Kristinn Daníelsson:

Mér finst bæði rétt og sanngjarnt, að utanþjóðkirkjumenn fái sama rétt í þessu efni og þjóðkirkjumenn hafa, þann rétt, að geta keypt sig undan lýsingarskyldu á undan hjónabandi. Eg vil því stuðla að því, að frumvarpið nái fram að ganga. En eg vildi að eins gera athugasemd um síðari málsgrein frumv.; ákvæði það, hvar og hvenær hjónavígslan fari fram, finst mér óviðkunnanlegt og óþarft. Það er ekkert sams konar ákvæði um skyldur presta í þessu efni; slíkt fer eftir samkomulagi, og verða aldrei nein vandræði að. Og eg sé ekki, að nein ástæða sé til að hafa slíkt skylduákvæði um valdsmenn fremur en um presta. Þetta skiftir auðvitað ekki miklu máli, en mér finst það óviðkunnanlegt og kem ef til vill með breytingartillögu við 2. umræðu um það að fella þetta ákvæði burtu.