04.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í B-deild Alþingistíðinda. (348)

19. mál, lífsábyrgð sjómanna

Framsögum. (Sig. Stefánsson):

Háttv. Nd. hefir breytt þessu frv. að því, að hún hefir fært niður takmarkið fyrir stærð skipanna, þannig, að nú er eftir frv. skylt að vátryggja sjómenn á fjórrónum bátum. Nefndin telur þetta að vísu ekki breyting til bóta, en vill þó eftir atvikum leggja til að frumv. sé samþykt óbreytt, þar sem tíminn er mjög naumur, en málið hins vegar nauðsynjamál.