27.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 614 í B-deild Alþingistíðinda. (368)

21. mál, vígslubiskupar

Ráðherra (H. H.):

Eg skal geta þess út af ræðu háttv. 5. kgk. þm., að það var aldrei tekin nein ákvörðun í þá átt, að stjórnarráðið skyldi skipa óbiskupsvígðan mann til að vígja hinn nýja biskup við síðustu biskupsvígslu hér á landi, ef fráfarandi biskup gæti ekki framkvæmt vígsluna. Það þótti mjög vafasamt, hvort það væri löglegt og samrýmanlegt okkar kirkjusiðum, Biskupsefni hefði því sennilega orðið að fara utan til þess að taka vígslu, ef ekki hefði hizt svo á í þetta sinn, að fyrverandi biskup gat int vígsluna af hendi.

Hitt er annað mál, að einn af próföstum landsins setti sig inn í »ritualið« til þess að geta tekið við af biskupi í umboði hans, ef hann skyldi fatlast og verða að hætta í athöfninni sjálfri. Hér er því ekki um neitt fordæmi að ræða.

Hvað snertir endurgjald á kostnaði við biskupsverk, þá get eg ekki séð, að umsamin borgun sé á nokkurn hátt virðulegri en borgun eftir reikningi. Get því ekki verið samþykkur því, sem virtist vera skoðun háttv. þm. V.-Ísf. í því efni.