27.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 616 í B-deild Alþingistíðinda. (370)

21. mál, vígslubiskupar

Eiríkur Briem:

Út af orðum háttv. þm. V.-Ísf. skal eg láta þess getið, að það eru að vísu mismunandi skoðanir, sem kaþólskir og lúterskir menn hafa á biskupsvígslunni, en það hefir þó verið föst regla í kirkju vorri á Norðurlöndum, að allir þeir, sem biskupar hafa verið, hafa verið vígðir af manni, sem tekið hafði biskupsvígslu. Frá þessari reglu hefir aldrei verið vikið hér á landi, og í Danmörku að eins einu sinni á 16. öld.