19.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 622 í B-deild Alþingistíðinda. (391)

26. mál, kennaraskóli

Sigurður Stefánsson:

Þetta frv. er komið frá Nd. og fer fram á, að breyta skólaárinu dálítið. Kennaraskólinn stendur frá 1. okt. til 1. apr. Til þess að koma til skólans í tæka tíð á haustin, verða nemendurnir, ef þeir eiga langt að sækja, að fara heiman frá sér seinni part septembermán. En þetta getur orðið mörgum mikið atvinnutjón. Sláttur endar ekki fyr en síðast í sept. Þeir eru margir fátækir menn, sem ekki mega við því að slökkva niður neinu af sumarvinnu sinni, þar sem þeir verða að nota arðinn af henni til þess að kosta sig að vetrinum. Frumv. fer því fram á að flytja skólaárið þannig, að það byrji 1. vetrardag og endi síðasta vetrardag. Tíminn er alveg jafnlangur og áður, en nemendum verður breytingin til mikilla hagsmuna og hagræðis.