17.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 623 í B-deild Alþingistíðinda. (395)

27. mál, kosningarréttur og kjörgengi

Kristinn Daníelsson:

Mér virðist nauðsynlegt við þetta frumv., sem hér liggur fyrir og er líklegt að mundi annars fá fylgi þingmanna, að á því yrðu gerðar breytingar í þá átt, að taka ákvæðin sjálf upp í meginmál þess í stað þess að vitna til viðkomandi lagastaða, því að þetta mundi gera lögin aðgengilegri fyrir þá, sem eiga að nota þau. Eg vil þess vegna leyfa mér að stinga upp á því, að kosin verði 3 manna nefnd, þegar umræðum er lokið.