13.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í B-deild Alþingistíðinda. (4)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Sigurður Stefánsson:

Eg játa, að það gæti verið mikil ástæða til að fara eftir tillögu háttv. 5. kgk. þingm. En þegar litið er til þess, hve tíminn er orðinn naumur, vil eg þó heldur hallast að hinu, að vísa frumvarpinu til 2. umræðu nú þegar. Það kemur í sama stað niður hvað það snertir, að það má tala um málið alment þó við 2. umræðu sé. Tvískiftingin verður að eins til þess að tefja tímann að óþörfu og því vil eg ráða frá henni, þó að hún sé auðvitað að forminu til alveg rétt, þegar um svo mikilvægt mál er að ræða. Mér sýnist mega komast af án frestunar á 1. umr., og í því sambandi skal eg geta þess, að eg vonast til að nefndin komi fram með, í áliti sínu, allar almennar athugasemdir, sem ástæða gæti verið til, og yfir höfuð undirbúi málið sem bezt.