29.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í B-deild Alþingistíðinda. (405)

27. mál, kosningarréttur og kjörgengi

Lárus H. Bjarnason:

Eg hélt eg hefði skilið háttv. 4. kgk. þm. rétt, en annars skal eg ekki karpa við hann um það.

Háttv. þm. Ak. sagði, að það mundi þurfa að taka fram í þessum lögum, að húsbóndi megi ekki meina hjúi að neita kosningarréttar síns. Eg held þess þurfi ekki. Verði hjúum veittur þessi réttur með lögum, felst í því að mínu áliti, að húsbóndi geti ekki neitað þeim að neyta hans. Eg álít því ekki að það sé nauðsynlegt að taka það fram.