03.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 640 í B-deild Alþingistíðinda. (417)

28. mál, útlent kvikfé

Júlíus Havsteen:

Eg skil frv. svo, að meiningin með því sé, að útiloka innflutning útlendra hunda, og er á því hin mesta nauðsyn. Ef það er ekki gert, þá er hætt við, að hið ágæta hundakyn okkar verði alveg eyðilagt. Eg man eftir því, að fyrir mörgum árum kom upp pest á Norðurlandi, og urðu menn þá að senda til Suðurlands, til þess að fá hunda, Sumir voru svo skammsýnir að fá sér danska hunda sem reyndust illa og bitu féð. Hundakynið okkar er ágætt og ómissandi við fjárræktina. Eg held að hér á landi séu 2 hundategundir, önnur á Norðurlandi, venjulega svört á litinn, hin á Suðurlandi, og eru hundar af þeirri tegund oft gulir. Háttv. 6. kgk. þm., sem er náttúrufræðingur, getur borið um. hvort þetta er rétt. Vér viljum ekki hafa útlenda hunda inn í landið, til þess að eyðileggja hundakynið hér, og tel eg því sjálfsagt að samþykkja frv.