14.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (426)

29. mál, námskeið verslunarmanna

Júlíus Havsteen:

Út af athugasemd háttv. 5. kgk. þm. um 12. gr. frv. skal eg geta þess, að »verzlunarstjórnandi« þar svarar til þess, sem talað er um í 1. gr., þar sem nefndir eru »kaupmenn, kaupfélagsstjórar og aðrir þeir, sem reka verzlanir eða veita verzlunum forstöðu«. Meiningin var að nota eitt orð yfir þessar hugmyndir og getur verið vafasamt, hvaða orð er heppilegast. Eg sé ekkert á móti orðinu »verzlunarstjórnandi«, sem nú er í frumv. En nefndin mun taka þetta til yfirvegunar.