17.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í B-deild Alþingistíðinda. (451)

32. mál, friðun silungs

Steingrímur Jónsson:

Viðvíkjandi breytingartillögum háttv. 2. þm. Skagfirðinga vil eg taka það fram, að 2. breyt.till., um fyrirsögn frv., er sjálfsagt til bóta. Hitt eru lítilfjörlegar orðabreytingar, sem mér finst sumar vera óþarfar, en þó líklega heldur til bóta en hitt, og því rétt að taka þær til greina.

Eg vona, að frv. verði samþykt, og sé ekki ástæðu til að orðlengja um það frekar.