03.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í B-deild Alþingistíðinda. (475)

36. mál, sala á Kjarna

Lárus H. Bjarnason:

Lögin um forkaupsrétt leiguliða munu eiga jafnt við um þjóðjarðir og jarðir einstakra manna. Þar er skýlaust ákveðið, að leiguliði hafi forkaupsrétt og þar næst hreppurinn, sem jörðin liggur í. Þess vegna er ómögulegt að samþykkja þetta frumv. óbreytt. Það mætti samþykkja það með þeirri breytingu, að heimildin til að selja Akureyri jörðina væri bundin því skilyrði, að bæði leiguliði og hreppurinn gengju frá kaupunum. En slík lög væru þýðingarlaus. — Eg er því á móti frumvarpinu, en ef það gengur til 2. umræðu, mun eg koma með breytingartillögu í þá átt, sem eg nú gat um, að söluheimildin til Akureyrar verði skilorðsbundin.