23.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 710 í B-deild Alþingistíðinda. (517)

36. mál, sala á Kjarna

Steingrímur Jónsson:

Hvað snertir verð jarðarinnar, þá færði eg rök fyrir því við fyrri meðferð málsins hér í deildinni, að 12000 kr. væri það lægsta verð, sem hægt væri að selja jörðina fyrir. Og ef meiri hluti deildarmanna er enn þeirrar skoðunar, að rétt sé að selja jörðina, þá vona eg að verðið verði ekki lægra en 12000 kr., einkanlega þar eð Nd. hefir þegar samþykt þetta verð.