23.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 711 í B-deild Alþingistíðinda. (520)

36. mál, sala á Kjarna

Lárus H. Bjarnason:

Háttv. þm. Akureyrar sagði, að þm. Eyfirðinga hefðu ekki farið fram á að leggja Kjarna undir lögsagnarumdæmi Akureyrar. Eg hefi spurt annan þingmanninn að því, hvernig í því lægi, og svaraði hann mér því, að þeir hefðu ekki lagt það til sökum þess, að þeir hefðu lagt aðaláherzluna á að fá frumv. drepið, en tækist það ekki, teldu þeir þá breytingu til mikilla bóta.