22.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 714 í B-deild Alþingistíðinda. (527)

37. mál, Naust

Framsögumaður (Sig. Hjörleifsson):

Eg skal ekki tala langt um þetta mál; Eins og kunnugt er, var skipuð nefnd hér í deildinni til þess að íhuga málið. Aðalhlutverk þeirrar nefndar var að athuga hvort frumv. væri í samræmi við samning, er Akureyrarbær og Hrafnagilshreppur hafa með sér gert. Nefndin hefir komist að þeirri niðurstöðu, að frumv. og samningurinn væri algjörlega samhljóða, og ræður deildinni því til að samþykkja frumv. eins og það liggur fyrir.