22.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 739 í B-deild Alþingistíðinda. (564)

42. mál, gagnfræðaskólinn á Akureyri

Sigurður Stefánsson:

Eg tók fram við 1. umræðu ástæðurnar fyrir því, að bæta við kennara, og skal því ekki fara út í þær hér. Að eins vildi eg minnast á það nýmæli í 3. gr., að nemendur, er heimavist hafa, skuli árlega greiða 6 kr. í skólasjóð. Heimasveinar greiða þá 5 kr. fyrir heimavistina, en auk þess 1 kr. í skólasjóð, eins og aðrir nemendur. — Nefndin áleit, að sjóður þessi gæti orðið skólanum til góðs stuðnings. Það væri að vísu ekkert ákveðið um það, á hvern hátt honum skyldi verja, en það yrði gert í skipulagsskránni, sem stjórnarráðið semdi, eftir tillögum skólastjóra. En annars vona eg, að sjóður þessi geti orðið fátækum piltum til góðs stuðnings, er stundir líða. Skal eg svo ekki orðlengja um þetta frekar, en vænti þess, að deildin sýni frumvarpinu sömu velvild nú sem við fyrstu umræðu.