31.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 769 í B-deild Alþingistíðinda. (604)

47. mál, löggilding verslunarstaða

Ágúst Flygenring:

Eg vildi að eins vekja athygli háttv. deildar á prentvillu, sem stendur í frumvarpinu. Það vantar eitt t í orðið Klettsvík, en þessu mætti víst breyta án sérstakrar breyt.tillögu. Hins vegar findist mér líka viðkunnanlegra, að segja við »Klettsvík«, því að kauptúnið á víst að liggja við víkina. Eg kann miður við að segja »að Klettsvík«. Eg hefi ekki tekið eftir þessu fyr, en það mætti auðvitað koma með breyt.till. þessu viðvíkjandi.