30.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 786 í B-deild Alþingistíðinda. (635)

50. mál, kirknafé

Jens Pálsson:

Eg tók ljóst fram, að fordæmið væri hættulegt; og verður því ekki mótmælt, og að því leyti er þetta mjög svo viðsjárverð breyting. — En hvað það atriði snertir, að biskup sé þessu máli meðmæltur, þá skal eg ekki segja um það, hvor okkar hefir talað við hann síðar. ; En þegar eg talaði við hann nú milli umræðna, þá lét hann í ljósi við mig, að hér væri um »princip«-brot að ræða; kvaðst þó vilja vera svo frjálslyndur og eftíigefanlegur í þessu efni við þann söfnuð, sem hér er um að ræða, sem fram á yrði farið með sanngirni, kalla eftir sjóðnum smátt og smátt og taka í heild sinni ástæður af fremsta megni til greina. Þetta sagði hann við mig. — En hvað sem því líður, þá álít eg, að alls ekki sé rétt að samþykkja slíka undanþágu frá gildandi lögum, sem og enda ríður beint í bága við anda laganna, og hlýt eg að vera slíku algjört mótfallinn.