06.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 798 í B-deild Alþingistíðinda. (652)

51. mál, stofnun landsbanka

Gunnar Ólafsson:

Það er satt, að það er leitt að hafa langar umræður um þetta, vegna mannsins, sem í hlut á. En hitt er ekki rétt, að það þurfi að verða lögunum til tafar, þó að breytt. verði samþykt. Frumvarpinu hefir verið breytt hér í deildinni, svo að það verður að fara aftur til neðri deildar hvort sem er. Hvað það snertir að þessi maður hafi gegnt mörgum störfum kauplaust fyrir landsmenn, þá sýnist mér það ekki koma þessu máli við.

Eg sé ekki ástæðu til að taka breytingartill. aftur og óska að hún verði borin undir atkvæði.