04.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í B-deild Alþingistíðinda. (656)

52. mál, bankavaxtabréf Landsbankans

Lárus H. Bjarnason:

Út að orðum þeim sem féllu frá hinum háttv. þm. Ísafjarðar skal eg geta þess, að eg skal ekki tefja fyrir máli þessu, þótt í það verði sett nefnd; mér er annara um landsbankann en svo, og eg vona að aðrir minni hluta menn geri það ekki heldur. Það var ekki rétt hjá háttv. 1. kgk. þm., að nefndin hefði setið á frv. um að landsjóður gerist hluthafi í Íslandsbanka, því að hún hefir þegar lokið við nefndarálitið, sem að eins er óprentað og vonandi getur orðið útbýtt á morgun. En eg stóð nú aðeins upp, til þess að lýsa því yfir, að hinn háttv. þm. Ísafjarðar þarf ekki að óttast, að eg verði þessu frv. neinn þrándur í götu.