07.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 805 í B-deild Alþingistíðinda. (666)

52. mál, bankavaxtabréf Landsbankans

Framsögumaður (Jósef Björnsson):

Eg skal ekki fjölyrða mikið um þetta mál. Það liggur í augum uppi; að athugasemdir háttv. 6. kgk. þm. eru ekki á rökum bygðar. Frumv. fer að eins fram á að bréfin séu keypt ef aðrir kaupa þau ekki. Ef peningamarkaðurinn er betri nú en að undanförnu, þá mundi sennilega ekki koma til neinna kaupa af landsjóðs hálfu. Eg álít frv. alveg hættulaust, og leyfi mér að mæla á móti því, að það verði afgreitt með rökstuddri dagskrá.