07.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 806 í B-deild Alþingistíðinda. (669)

52. mál, bankavaxtabréf Landsbankans

Jens Pálsson:

Eg skal ekki vera langorður. En það er auðsætt, að verði sú heimild gefin, sem þetta frumv. fer fram á, þá þurfi það ekki að koma fyrir aftur, sem nýlega bar við, að landsbankinn gat ekki keypt verðbréf sín af einstökum mönnum, svo að það varð að fara með þau í Íslandsbanka og selja þau þar með afföllum.

Það er heldur ekki farið fram á það í frumv. að landsjóður eigi að kaupa fyrir alla upphæðina, heldur að eins fyrir svo mikið sem þarf. Það er skylda þingsins að sjá fyrir því, að landsbankinn hafi svo mikið fé, að hann geti starfað, og stutt nýtileg fyrirtæki.