03.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 841 í B-deild Alþingistíðinda. (704)

55. mál, dánarskýrslur

Kristinn Daníelsson:

Hæstv. ráðherra sagði að agnúarnir á frumv. væru afskornir. En aðalagnúinn er ekki afskorinn; þeim örðugleikum sem eru á líkskoðun er ekki enn rutt í burtu.

Háttv. 4. kgk. þm. gengur út frá öðru meðaltali á dýrleika líkskoðunar en eg. Af því stafar mismunurinn.

En því færri líkskoðanir sem verða, og þar af leiðandi því minni kostnaður, því minna gagn verður einnig að þeim. Gagnið verður eftir því meira, sem kostnaður verður meiri.

Eg held því enn fram, að sama gagn væri að því að prestar gæfu héraðaslækni skýrslur, sem hann svo leiðrétti. Læknar munu vita um nálega allar dauðaorsakir í þeim sóknum, sem þeir eru búsettir í, og leiðrétting þeirra við þann hluta prestaskýrslnanna því veita nálega eins mikla vissu eins og líkskoðun mundi gjöra, og því gjöra sama gagn; og sá mismunur alveg hverfandi, þar sem ekki er hvort sem er að ræða um nema litla tölu sókna af öllum fjöldanum.