05.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 844 í B-deild Alþingistíðinda. (709)

55. mál, dánarskýrslur

Framsögum. (Sigurður Hjörleifsson):

Br.till. háttv. þm. V.-Ísf. í væru til bóta, svo framarlega sem fyrirkomulag það, sem gert er ráð fyrir í frv., væri örðugt og kostnaðarsamt. En framkvæmd frv., eins og það liggur fyrir, hefir engan teljandi kostnað né óþægindi í för með sér, og því álít eg að beri að samþykkja það óbreytt.

Háttv. þm. G.-K. hefir tjáð nefndinni að hann félli frá því að koma með br.till. við frumv.

Eg hefi ekki meira við að bæta, en ræð til að frumv. verði samþ. óbreytt.