05.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 846 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

55. mál, dánarskýrslur

Framsögumaður (Sig. Hjörleifsson):

Eg ætla aðeins að gefa ofurlitla frekari skýringu.

Eins og eg oft hefi tekið fram, er hér alls ekki um almenna líkskoðun að ræða. Læknar munu aðeins örsjaldan þurfa að skoða lík, varla meir en 1 eða 2 af 100 í hverri kirkjusókn. Það eru því grýlur einar, að tala hér um örðugleika á líkskoðun.

Málið mun nú vera nokkurn veginn rætt, og hefi eg engu öðru við að bæta en því, að eg vona að frumv. verði samþykt óbreytt.