18.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 848 í B-deild Alþingistíðinda. (715)

56. mál, byggingarsjóður

Jens Pálsson:

Eg vil aðeins í fám orðum láta þá skoðun mína í ljós, að þetta er alvarlegt mál. Þessi blettur er dýrmætur blettur, líklega dýrasti blettur að landi til, sem landið á, og það hefir sýnt sig, að þingið hefir litið svo á, þar sem báðar deildir þingsins færðu verðið upp, Nd. í 4 kr. ? al., og Ed. í 5 kr. Þetta er dýmætur blettur, sem ekki á að fara úr eign landsins, nema fyrir mikið verð. Eg vona að landsjóður sé ekki svo nauðuglega staddur, að hann þurfi að skilja þenna blett við sig, með því að lækka verðið um helming. Annars leyfi eg mér að stinga upp á að nefnd sé sett í málið.