18.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 849 í B-deild Alþingistíðinda. (717)

56. mál, byggingarsjóður

Jens Pálsson:

Eg vil svara ræðu hins hæstv. ráðh. að eins með því að minna á, að þeir, sem líta þessa lóð girndarauga, mundu velja þann tíma, þegar lóðir væru í lágu verði. Og eg verð að halda fast við það, að þessi blettur sé afar dýrmætur, því að hann er hjartastaður Reykjavíkur, og þar með hjartastaður alls landsins.