25.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í B-deild Alþingistíðinda. (733)

58. mál, skoðun á síld

Sigurður Hjörleifsson:

Mér er ljúft að gefa skýringar á þessu atriði. Það er eingöngu átt við flokkaskiftingu á síld á þilfari skipsins. Orðin eru ef til vill ekki heppilega valin, en þau lúta að eins að flutningi síldarinnar að landi. Þetta er sett af því reynsla er fyrir, að þegar síld er tekin úti á hafi, þá gengur oft langur tími, svo að sumt af síldinni er gott en sumt ilt þegar á land er komið. Þetta er sett til hagsmuna fyrir útgerðarmennina sjálfa og tilgangur greinarinnar er ekki annar en þessi.