08.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 867 í B-deild Alþingistíðinda. (742)

59. mál, löggilding Skaftáróss

Lárus H. Bjarnason:

Eg skal játa það að þetta mál er hvorki merkilegt né hættulegt. En eg sé að háttv. þm. V.-Sk. hefir fleiri slík frumv. meðferðis, og þó nokkur munu vera á ferðinni í Nd., og vil eg því stinga upp á að frumv. þetta verði sett í nefnd. Til þeirrar nefndar mætti svo vísa hinum löggildingarfrumvörpunum eftir því sem þau kæmu fram.

Það er nokkur ástæða til að athuga slík frumv. í nefnd. Löggildingar geta haft nokkra hættu í för með sér; það getur valdið óþægindum t. d. í toll-eftirliti, sóttvörnum o. s. frv., ef óþarflega víða eru löggildar hafnir.