08.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 867 í B-deild Alþingistíðinda. (743)

59. mál, löggilding Skaftáróss

Gunnar Ólafsson:

Eg sé enga ástæðu til að kjósa nefnd í þetta mál. Löggildingar eru ekki það stórkostlega athugaverðar, enda hefir þingið til þessa yfirleitt samþykt þær, þegar um hefir verið beðið. — Það er að vísu ekki víst, svo sem þegar er bent á, að verzlun komi upp þarna fyrst um sinn, en það er ekki rétt að neita löggildingum þar sem þær gætu bætt samgöngur.