15.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í B-deild Alþingistíðinda. (75)

2. mál, fjáraukalög 1908 og 1909

Ari Jónsson:

Það var aðeins stutt athugasemd, sem eg vildi gera út af orðum háttv. 4. kgk. þm. Það er auðvitað ekki gott að segja um það fyrir fram, hvernig tilraunin muni heppnast. Garðar Gíslason hefir hugsað sér að fá mótorvagn, er beri 2 tonn, og mun aldrei vera svo mikill póstflutningur, að hann nægi ekki, en hinsvegar gott, að hafa vagninn ekki stærri eða dýrari, ef tilraunin skyldi mishepnast. Annars eru mótorvagnar tvennskonar, eftir því hvort þeir eru ætlaðir til farþega- eða vöruflutnings. Á fólksflutningsvögnum er sérstakur útbúnaður með fjöðrum, til þess að draga úr hristingnum. Eg sé ekki að það sé nein áhætta, að trúa stjórninni fyrir að gera hinn væntanlega samning þannig úr garði, að landsjóður ekki taki á sig skyldur, er hefðu stór fjárútlát í för með sér, og eg býst enda við, að Garðar Gíslason myndi ganga að tilboðinu, þótt landsjóður ekki tæki á sig neina sérstaka viðhaldsskyldu á vegunum, og það er auðvitað ekki ætlast til, að landsjóður, aðeins mótorvagnsins vegna, færi að gera stórar og dýrar vegabætur, heldur að eins smáviðgerðir, er lítinn kostnað hefðu í för með sér.