16.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 902 í B-deild Alþingistíðinda. (770)

66. mál, Húsavík eða Þorvaldsstaðir

Sigurður Hjörleifsson:

Eg geri ráð fyrir að deildinni veiti örðugt að fara með mál þetta eins og það liggur fyrir. Háttv. flutningsmaður áleit, að ekki væri þörf á því að setja nefnd í málið, og satt að segja virðist það þýðingarlítið, þegar útlit er fyrir að ekkert sé að athuga, engin skjöl sem geti gefið upplýsingar um málið. Eg fyrir mitt leyti er sjálfu málinu hlyntur, álít það gott og réttmætt, að kauptún fái ráð yfir landi, en deildin getur að mínu áliti, ómögulega tekið ákvörðun um málið eins og það liggur nú fyrir. Undirbúningur málsins er svo lítill, að eg sé ekki, að það sé fært að afgreiða það að svo stöddu þó eg hinsvegar kannist við að þessi ósk þorpsbúa sé réttmæt. T. d. er ómögulegt að ákveða verðið, þegar ekkert er við að styðjast, engin ummæli frá stjórnarráði eða biskupi. Eg get heldur ekki séð að það sé nein nauðsyn að afgreiða málið frá þessu þingi; það er ekki enn búið að skipta hrepnum. Það virðist vera nógur tími fyrir Húsavík að fá jörðina keypta þegar skifting milli þorpsins og hreppsins fer fram. Eg álít ekki hægt að afgreiða málið nú. Hvort nefnd er skipuð til að íhuga það eða ekki, skiftir litlu, en vel má sýna því þann sóma að láta það ganga til 2. um ræðu.