16.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 906 í B-deild Alþingistíðinda. (775)

66. mál, Húsavík eða Þorvaldsstaðir

Sigurður Hjörleifsson:

Eg skal að eins gera stutta athugasemd.

Eg gat þess, að Hafnarfjörður mundi að líkum koma með sömu beiðni og hér er um að ræða, og þá finst mér ástæða til að taka það fram, að þó eg viðurkenni að kauptún hafi sanngirniskröfu á að ráða því landi, sem kauptúnin standa á, þá viðurkenni eg alls ekki ótakmarkaðan rétt þeirra til þess að láta eignina af hendi til annara. Þetta getur verið talsvert hættulegt, því að með því móti gætu stórar landeignir lent í höndum einstakra manna — oft og tíðum útlendinga — og orðið þannig til skaða fyrir héraðið í heild sinni. Það er full ástæða að taka þetta til íhugunar þegar um svona sölu er að ræða.