23.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 940 í B-deild Alþingistíðinda. (814)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Júlíus Havsteen:

Eg skora á hæstv. forseta að meðhöndla þetta mál eftir 34. eða 26. gr. þingskapalaganna, og bið um úrskurð hans í þessu efni eða deildarinnar. Forseta gat yfirsést er hann tók málið á dagskrá í fyrstu, og það er enginn vafi á því, að það er löglegt að vísa máli frá deildinni, þó á þessu stigi sé; það er löglegt eftir 26. gr. þingskapal, ef ekki eftir 34. gr.