23.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 944 í B-deild Alþingistíðinda. (820)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Júlíus Havsteen:

Mér virtist háttv. 5. kgk. þm. leggja áherzlu á það, að eg kæmi of seint með athugasemd mína, en því verð eg að neita. 134. gr. þingskapanna segir svo, að krafan um frávísun skuli koma fram, áður en nokkur annar en flutningsmaður hefir talað, en að þessu frumv. er enginn flutningsmaður hér í deildinni; það er hingað komið frá háttv. neðri deild. Og samkvæmt 26. gr. má vísa máli frá á hvaða stigi sem er. Eg skýt því undir úrskurð forseta, hvort hann ekki vilji þegar taka málið út af dagskrá, þar sem það fari í bága við stjórnarskipunarlögin.