27.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 945 í B-deild Alþingistíðinda. (828)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Kristinn Daníelsson:

Hvað sem liður ástæðum háttv. 1. kgk. þm., þá virðist mér frumvarp þetta ótímabært, og fyndist mér réttast að láta bíða þess tíma, að eftirlaunalögin yrðu endurskoðuð. Eins og nú stendur á, hugsa eg helzt að háttv. 5. kgk. þm. taki breyt.till. sína aftur. — Það liggur í augum uppi, að máli þessu liggur ekki á; eg vil því leyfa mér að styðja tillögu háttv. 1. kgk., þm. um málið.