03.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í B-deild Alþingistíðinda. (837)

70. mál, Skálholt

Framsögumaður (Ari Jónsson):

Eg ætla aðeins að segja nokkur orð viðvíkjandi breyt.till. á þingskjali 712.

Nefndinni þótti hyggilegra, þótt eigi hafi verið hægt að fá neitt ákveðið tilboð frá eigendum jarðarinnar, að ákveða einhverja upphæð, sem gefa mætti fyrir jörðina í hæzta lagi. Eftir lauslegri áætlun þótti okkur 12 þús. kr. vera hæfilegt hámark, og vildum heldur ákveða það svo, en að hafa verðið alveg óbundið.