28.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 956 í B-deild Alþingistíðinda. (858)

73. mál, hæstiréttur

Lárus H. Bjarnason:

Eg bjóst sízt við, að háttv. meiri hluti mundi fara svona með háttv. þm. V.-Sk. — Eg bjóst auðvitað við ýmsu. af háttv. þm. sjálfum, — en að láta hann, sem greiddi atkv. með nafnakalli á móti nefndarkosningu við síðustu umr., nú flytja slíka till., það sýnist mér helzt varða við vissa gr. í hegningarlögunum, þar sem lögð er refsing við illri meðferð á (já — greindur nærri getur).

Nú er það komið í ljós, að meiri hl. ætlar sér að drepa þetta frumv. Það er honum samboðið, að hann ætlar líklega á einum og sama degi að drepa 4 stærstu mál þjóðarinnar: hæstaréttarmálið, sambandsmálið, háskólamálið og landsbankann.