07.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 984 í B-deild Alþingistíðinda. (880)

74. mál, hlutabréf Íslandsbanka

Steingrímur Jónsson:

Mér þótti rétt að gera þá örstuttu athugasemd, að mér virðist sem hér sé slept góðu tækifæri; enda gæti stjórnin, þótt frumv. væri samþykt, borið sig saman við hina væntanlegu milliþinganefnd í bankamálum, sem komist hefir til orða í hinni háttv. Nd., því að henni er aðeins gefin heimild, en hún er alls ekki skylduð til að kaupa bréfin.

— Á meðan á umræðum stóð kom svolátandi rökstudd dagskrá frá Lárusi H. Bjarnason, 5. kgk. þm.:

»Í því trausti, að landstjórnin athugi bankamál landsins til næsta þings, þar á meðal hvort tiltækilegt sé, að landsjóður kaupi hluti í Íslandsbanka, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.«

Var dagskráin borin undir atkvæði, og samþ. með 7:6 atkv.